Leiðbeiningar um skil á myndum á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands
og/eða í ljósmyndabókina „Myndir ársins 2014“


Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:
• Einungis meðlimir í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands geta tekið þátt og má hver og einn skila inn að hámarki 50 myndum.
• Aðeins myndir teknar á árinu 2014 eru gjaldgengar.
• Skila skal myndum í síðasta lagi þriðjudaginn 12. janúar 2015.
• Ef myndum er ekki skilað inn á réttu formi má dæma þær úr leik.

Myndum er hægt að skila á tvennan hátt.
• á geisladiski í húsakynni Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, í síðasta lagi klukkan 15:00 mánudaginn 12. janúar 2015. Skilakassi verður á staðnum frá og með 10. janúar.
• með því að gefa blimyndir@gmail.com aðgang að Dropbox möppu (eða sambærilegri) fyrir klukkan 22:00 mánudaginn 12. janúar 2014.

Meðlimum BLÍ er bent á að skoða lög félagsins hér á síðunni.

Senda má inn myndir í eftirfarandi flokka:
• Daglegt líf
• Fréttir
• Íþróttir
• Portrett
• Seríur
• Tímarit
• Umhverfi
• Myndskeið

Skil á myndum.

Myndum skal skila inn þannig að hægt sé að prenta þær í eftirtöldum stærðum:
• 60 x 80cm , stakar myndir og myndir í seríum.
• 70 x 70cm, stakar myndir sem eru jafnar á hverja hlið.
• Panorama myndir skulu ekki vera breiðari en 120 cm.

Hver þátttakandi velur sér dulnefni og býr til möppu með því nafni. Í þeirri möppu skulu vera möppur sem nefndar eru eftir heitum flokka. Flokkarnir eru Daglegt líf, Fréttir, Íþróttir, Portrett, Seríur, Tímarit og Umhverfi. Myndir skal síðan setja í viðeigandi möppu.
Athugið að ekki þarf að endurnefna myndir.
Athugið að myndir í hverri seríu fyrir sig (3-8 myndir) þurfa að hafa sama nafn sem endar á tölustaf 1,2,3,... eða bókstaf a,b,c,... þannig að röð mynda sé rétt, dæmi:
• heiti_seriu1.jpg, heiti_seriu2.jpg,...
• onnurseriaa.jpg, onnurseriab.jpg,...

Textaskrá t.d. nafn.txt, þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar um þátttakanda skal setja í dulnefnismöppuna.
Fullt nafn
Kennitala
Netfang
Símanúmer

Athugið að hafa aðeins fjórar línur í skránni og aðgreinið atriði með kommu ef þörf er á. möppur

Eftirfarandi upplýsingar (caption/metadata) skulu fylgja inn sendum myndum, ekki þarf að eyða neinum upplýsingum eða að merkja þær með dulnefni.

Heiti myndar
• Fotostation: ObjectName
• Photoshop: Document Title

Stuttur texti um myndina
• Fotostation: Caption
• Photoshop: Description

Ef þið hafið einhverjar spurningar, hafið þá samband við Rakel Ósk með tölvupósti í netfang rakel (hjá) rakelosk.com eða í síma 862-9123.